2019, 2020
SAFE FEST
Safe Fest er sviðslistahátíð sem býr til reglulegt og öruggt rými fyrir tilraunir sviðslistafólks á öllum stigum. Markmið hátíðarinnar er að fagna rannsóknum, verkum í vinnslu og tilraunum/gjörningum sviðshöfunda, leikstjóra og leikara, jafnframt því sem hátíðin vill vera heimili fyrir jaðarsviðslistasenu á Íslandi.
Þó ótrúlegt megi virðast kom nafn hátíðarinnar ekki til af nýrri heimsmynd sem fylgt hefur Covid19, heldur vísaði nafnið til hugmyndar hópsins um að búa til öruggt rými fyrir tilraunamennsku fyrir ungt sviðslistafólk.
Markmið hátíðarinnar hefur frá upphafi verið að sýna almenningi ýmsa gjörninga og glæný sviðsverk sem fara fram utan eiginlegs leikhússviðs, með áherslu á site specific verk og þátttökuverk.
Þó ótrúlegt megi virðast kom nafn hátíðarinnar ekki til af nýrri heimsmynd sem fylgt hefur Covid19, heldur vísaði nafnið til hugmyndar hópsins um að búa til öruggt rými fyrir tilraunamennsku fyrir ungt sviðslistafólk.
Markmið hátíðarinnar hefur frá upphafi verið að sýna almenningi ýmsa gjörninga og glæný sviðsverk sem fara fram utan eiginlegs leikhússviðs, með áherslu á site specific verk og þátttökuverk.
Safe Fest is a performing arts festival founded in 2019. Safe Fest aims to make space for theater and performance makers in Iceland to experiment and do research, while making a home for performances that are on the fringe in the icelandic performing arts scene. The festival aims to use every tight frame it is given to expand the medium and have fun. This was very apparent in the festivals’ 2020 edition that took place in the middle of a pandemic.
Safe Fest var fyrst haldin í nóvember 2019 í Núllinu á Bankastræti, en Núllið er fyrrum almenningssalerni sem breytt var í listagallerý, og svo í ágúst 2020 í Gallerý Midpunt í Hamraborg í Kópavogi.